Nú eru spennandi tímar framundan og því erum við að endurvinna vefinn okkar.

Þangað til bendum við á síðuna HLUSTUM á Facebook.

Hægt er að hafa samband við Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, sigurborg@ildi.is, sími 866 5527.

Sjáumst fljótlega!We are heading into exciting times so we´re now recreating our website.

In the meantime you can contact Sigurborg Kr. Hannesdottir, sigurborg@ildi.is, tel. +354 866 5527.

See you soon!

Ingi Hans Jónsson

ingihans@ildi.is - sími 893 7714

 

Á liðnum árum hef ég einkum fengist við margvísleg verkefni á sviði hugverka og hönnunar.

Einnig hef ég tekið þátt í ýmsu félagsstarfi þar sem krafist hefur verið endurskoðunar og stefnumótunar.
Ég hef lært það að í mótunarvinnu, þar sem þarf að samræma ólík sjónarmið er grundvallaratriði að hlusta, bera virðingu fyrir skoðunum annarra og finna leiðir til að greina sameiginlegar áherslur.


Menntun
Eftir gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Stykkishólms varð hlé á námi uns ég hóf nám í myndlist og sótti námskeið í leiklist.

 

Þá hef ég aflað mér þekkingar á sviði sagnamennsku, leikmunasmíði og hönnunar og foringjaþjálfunar fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi.

Á síðari árum hef ég lagt mig eftir fræðum á borð við Feng Shui og samráðsferlum um málefni samfélaga.


Atvinna
Meðfram grunnskólanámi vann ég í fiskvinnslu og eftir gagnfræðapróf lá leiðin á sjóinn.

 

Tuttugu og fjögurra ára stofnaði ég ásamt öðrum Trésmiðjuna Einingu í Grundarfirði og rak hana í um sex ár en þá var hún sameinuð öðru fyrirtæki á sama sviði og starfaði ég þar allmörg ár.

 

Við byggingarvinnuna tóku sig upp gömul bakmeiðsl og ég varð að breyta áherslum í lífi mínu.


Eftir nærri tveggja ára endurhæfingu setti ég upp vinnustofu þar sem ég vann við listmunasmíði úr silfri og grjóti auk framleiðslu á ýmsum gerðum minja- og verðlaunagripa.

 

Um tíma starfaði ég sem fangavörður á Kvíabryggju. 

 

Í gegnum kynni mín við Sigurborgu konu mína, hef ég fengið tækifæri til að taka þátt í ýmsum verkefnum á sviði samvinnu og þátttöku almennings. 


Árin 2003 - 2012, var stærsta verkefnið mitt mótun, hugmyndavinna og þróun sýninga fyrir Sögumiðstöð í Grundarfirði.  

 

Og nú vinn ég að uppbyggingu Sögustofu í Grundarfirði, þar sem ég mun taka á móti gestum og segja sögur.  Sögustofan verður opnuð vorið 2014.

 

Svo vill konan mín endilega að ég látið þess getið að ég hlaut Helgrindurnar, menningarverðlaun Grundarfjarðarbæjar, þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2007 og hef einnig hlotið Framfaraverðlaun Eyrbyggja Hollvinasamtaka. 


Leitin í lífinu
Að vera drengur úr sjávarþorpi veldur því að maður losnar aldrei fullkomlega við sjómanninn sem í brjósti manns býr.

 

Ungur fór ég því að taka þátt í starfi Björgunarsveitarinnar Klakks í Grundarfirði og á vegum Slysavarnafélags Íslands voru mér falin ýmis verkefni.  Ég átti sæti í stjórn félagsins í 9 ár og vann að endurskipulagningu starfsins og þeirri hugmyndafræði sem að lokum leiddi til sameiningar alls björgunarstarfs á Íslandi undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Á vegum Slysavarnafélagsins var ég í forsvari fyrir unglingastarfinu og stýrði uppbyggingu Þjálfunarbúða á Gufuskálum.

 

Af öðrum félagsstörfum má nefna  að ég var um tíma formaður HSH og formaður Leikklúbbs Grundarfjarðar. 


Ungur nam ég sagnalist af körlunum í skúrunum í Grundarfirði. Sá lærdómur leiddi mig á vit leiklistar og sagnamennsku.

 

Ég hef starfað sem blaðamaður og fréttaritari og skrifað fjölda greina um margvísleg efni í blöð og tímarit. 

 

Ég hef skrifað tvö leikrit í fullri lengd og eftir mig hafa komið út 2 barnabækur.

 

Þá hef ég nokkuð fengist við ferðaleiðsögn, veislustjórnun og uppistand af ýmsu tagi.


Ég tók þátt í Evrópuverkefni um Endurreisn sagnahefðar og vinn nú að hugmyndinni Sagnamiðstöð Íslands ásamt Sögugarði á Grundarkampi.
 
Heima
Ég er fæddur og uppalinn í Grundarfirði og hef varið ævinni þar að undanskildum þremur árum í Reykjavík.

 

Ég er tvígiftur og á fjögur börn frá fyrra hjónabandi og barnabörnin eru orðin sex.

 

Helstu áhugamál mín eru eru vöxtur menningarstarfs á landsbyggðinni með sérstakri áherslu á sagnfræði og framsetningu sagnaarfsins. 

 

Eiginkona mín er Sigurborg Kr Hannesdóttir og saman eigum við og rekum ILDI.  Hægt er að ná í mig í ingihans@ildi.is og í gsm síma 893 7714


 

 

ILDI ehf. | Sæból 13 | 350 Grundarfjörður | Sími +354 438 1700 | ildi@ildi.is | ©2008 - 2018 Ildi